Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 20:13 Michael Gove vonar að þær aðgerðir sem gripið er til núna dugi til að ná tökum á faraldrinum. Getty/Hollie Adams Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila