Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 20:13 Michael Gove vonar að þær aðgerðir sem gripið er til núna dugi til að ná tökum á faraldrinum. Getty/Hollie Adams Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32