Alræði Brynjar Níelsson skrifar 9. nóvember 2020 15:08 Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun