Ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 23:01 Eiður Smári á hliðarlínunni í sumar. Hann mun stýra FH næstu tvö árin. Vísir/Hulda Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira