Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 15:05 Frá þingi Armeníu í morgun. EPA/VAHRAM BAGHDASARYAN Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22
Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27