Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 15:05 Frá þingi Armeníu í morgun. EPA/VAHRAM BAGHDASARYAN Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22
Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27