Ekkert svindl við innflutning félagsmanna FA á pitsaosti Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2020 16:31 Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar