„Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 10:30 Halla Bergþóra tók við sem lögreglustjóri í maí á þessu ári. Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira