Dagur íslenskrar tungu: „Viltu tala íslensku við mig“? Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:00 Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun