Freyr fyrir leik: Erum að veðja á leikmenn sem ná virkilega vel saman þegar allt er undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 18:50 Freyr segir þetta engin geimvísindi. Hann og Erik Hamrén eru að veðja á þá leikmenn sem hafa skilað Íslandi hvað mestum árangri undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi í kvöld nú rétt í þessu. Hann segir þjálfarateymið veðja á þá menn sem hafa skilað íslenska landsliðinu þessum ótrúlega árangri undanfarin ár. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Loksins komið að þessu, veit ekki hvað er búið að vera löng bið. Spennustigið er mjög gott. Ég er nokkuð rólegur og líður vel. Sannfærður um að liðið sé eins vel undirbúið og kostur er á. Það hefur gengið eins og í sögu miðað við stuttan undirbúning. Finn ekkert annað að leikmenn séu 100 prósent klárir í þessa orrustu sem bíður okkar hér í kvöld,“ sagði Freyr um spenntustigið í hópnum og hvernig tilfinningin væri fyrir leik. Henry Birgir spurði Freyr út í valið á Rúnari Má og hvernig leikurinn yrði lagður upp af Íslands hálfu. „Það sést á liðsvalinu í heild sinni að það er verið að setja marmarakúlurnar á „chemistry-ið“ í liðinu. Það er augljóst að mál, eins og gegn Rúmeníu, að við erum að veðja á leikmenn sem ná virkilega vel saman þegar allt er undir.“ „Við setjum Birki Bjarnason til vinstri í stöðu sem hann þekkir út og inn. Sú staða er einkar mikilvæg gegn 3-5-2 leikkerfinu sem Ungverjar spila. Rúnar Már kemur inn á miðjuna en hann er taktískt mjög sterkur leikmaður, hann er í góðu formi og þekkir hlutverk sitt og annarra mjög vel. Það er gott að fá orkuna sem býr í honum sem og taktíska þekkingu.“ Þar sem Ungverjar fá ekki að heyra þetta viðtal var Freyr spurður út í upplegg íslenska landsliðsins í kvöld. „Maður veit samt aldrei með Ungverjana,“ sagði Freyr og glotti. Hann hélt svo áfram. „Þetta eru engin geimvísindi. Við spilum okkar leik og þið munuð fá að sjá íslenska landsliðið sem öll þjóðin þekkir. Liðið sem spilar eftir ákveðnum gildum. Við munum reyna að pressa Ungverjana þegar við fáum tækifæri til, við munum reyna að forðast það að það slitni á milli lína hjá okkur og leikurinn verði opinn.“ „Þegar við verjumst viljum við vera alveg ofan í kokinu á þeim og mjög aggressífir. Sóknarlega – eins og alltaf gegn leikkerfinu 3-5-2 – er svæði á bakvið vængbakverði þeirra og ytri miðverði, við þurfum að herja á það svæði með ákveðnum færslum sem við erum búnir að æfa.“ Varðandi skiptingar en leikið verður til þrautar í kvöld. Framlenging og vítaspyrnukeppni ef þess þarf. „Við erum búnir að pæla í öllum skiptingum og öllum uppákomum sem geta átt sér stað. Munum samt þurfa að lesa í hvað er að gerast á vellinum á meðan leik stendur. Við höfum góða valkosti á bekknum og það er 100 prósent að þrír til fimm af þeim munu taka þátt. Leikmenn á varamannabekknum skipta gríðarlegu máli, við teljum okkur hafa þar menn sem geta bæði komið inn á og lokað leiknum eða sprengt hann upp ef við erum að elta. „Hann liggur nokkurn veginn fyrir. Hann helgast af því hvaða leikmenn geta klárað leikinn. Við vitum hvaða leikmenn við viljum fá á punktinn en það skiptir líka máli hvernig leikmönnum líður og það þarf að hafa ákveðið hugrekki til að stíga á punktinn. Mönnum þarf að líða vel. En vissulega erum við með ákveðið plan í huga að sjálfsögðu gagnvart því,“ sagði Freyr að lokum varðandi hvort þeir væru búnir að ákveða hvaða leikmenn færu á vítapunktinn ef til kæmi að leikurinn myndi enda þannig. Klippa: Ungverjaland - Ísland: Viðtal við Frey Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur Victor byrjar í bakverði og Rúnar Már kemur inn á miðjuna Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. 12. nóvember 2020 18:20 Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 16:46 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi í kvöld nú rétt í þessu. Hann segir þjálfarateymið veðja á þá menn sem hafa skilað íslenska landsliðinu þessum ótrúlega árangri undanfarin ár. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Loksins komið að þessu, veit ekki hvað er búið að vera löng bið. Spennustigið er mjög gott. Ég er nokkuð rólegur og líður vel. Sannfærður um að liðið sé eins vel undirbúið og kostur er á. Það hefur gengið eins og í sögu miðað við stuttan undirbúning. Finn ekkert annað að leikmenn séu 100 prósent klárir í þessa orrustu sem bíður okkar hér í kvöld,“ sagði Freyr um spenntustigið í hópnum og hvernig tilfinningin væri fyrir leik. Henry Birgir spurði Freyr út í valið á Rúnari Má og hvernig leikurinn yrði lagður upp af Íslands hálfu. „Það sést á liðsvalinu í heild sinni að það er verið að setja marmarakúlurnar á „chemistry-ið“ í liðinu. Það er augljóst að mál, eins og gegn Rúmeníu, að við erum að veðja á leikmenn sem ná virkilega vel saman þegar allt er undir.“ „Við setjum Birki Bjarnason til vinstri í stöðu sem hann þekkir út og inn. Sú staða er einkar mikilvæg gegn 3-5-2 leikkerfinu sem Ungverjar spila. Rúnar Már kemur inn á miðjuna en hann er taktískt mjög sterkur leikmaður, hann er í góðu formi og þekkir hlutverk sitt og annarra mjög vel. Það er gott að fá orkuna sem býr í honum sem og taktíska þekkingu.“ Þar sem Ungverjar fá ekki að heyra þetta viðtal var Freyr spurður út í upplegg íslenska landsliðsins í kvöld. „Maður veit samt aldrei með Ungverjana,“ sagði Freyr og glotti. Hann hélt svo áfram. „Þetta eru engin geimvísindi. Við spilum okkar leik og þið munuð fá að sjá íslenska landsliðið sem öll þjóðin þekkir. Liðið sem spilar eftir ákveðnum gildum. Við munum reyna að pressa Ungverjana þegar við fáum tækifæri til, við munum reyna að forðast það að það slitni á milli lína hjá okkur og leikurinn verði opinn.“ „Þegar við verjumst viljum við vera alveg ofan í kokinu á þeim og mjög aggressífir. Sóknarlega – eins og alltaf gegn leikkerfinu 3-5-2 – er svæði á bakvið vængbakverði þeirra og ytri miðverði, við þurfum að herja á það svæði með ákveðnum færslum sem við erum búnir að æfa.“ Varðandi skiptingar en leikið verður til þrautar í kvöld. Framlenging og vítaspyrnukeppni ef þess þarf. „Við erum búnir að pæla í öllum skiptingum og öllum uppákomum sem geta átt sér stað. Munum samt þurfa að lesa í hvað er að gerast á vellinum á meðan leik stendur. Við höfum góða valkosti á bekknum og það er 100 prósent að þrír til fimm af þeim munu taka þátt. Leikmenn á varamannabekknum skipta gríðarlegu máli, við teljum okkur hafa þar menn sem geta bæði komið inn á og lokað leiknum eða sprengt hann upp ef við erum að elta. „Hann liggur nokkurn veginn fyrir. Hann helgast af því hvaða leikmenn geta klárað leikinn. Við vitum hvaða leikmenn við viljum fá á punktinn en það skiptir líka máli hvernig leikmönnum líður og það þarf að hafa ákveðið hugrekki til að stíga á punktinn. Mönnum þarf að líða vel. En vissulega erum við með ákveðið plan í huga að sjálfsögðu gagnvart því,“ sagði Freyr að lokum varðandi hvort þeir væru búnir að ákveða hvaða leikmenn færu á vítapunktinn ef til kæmi að leikurinn myndi enda þannig. Klippa: Ungverjaland - Ísland: Viðtal við Frey Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur Victor byrjar í bakverði og Rúnar Már kemur inn á miðjuna Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. 12. nóvember 2020 18:20 Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 16:46 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur Victor byrjar í bakverði og Rúnar Már kemur inn á miðjuna Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. 12. nóvember 2020 18:20
Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 16:46
Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39