Sport

Dag­skráin í dag: Guð­rún Brá, Körfu­bolta­kvöld, Masters, og enska D-deildin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tiger Woods fór vel af stað á Masters-mótinu í golfi í gær. Mótið heldur áfram í dag.
Tiger Woods fór vel af stað á Masters-mótinu í golfi í gær. Mótið heldur áfram í dag. Jamie Squire/Getty Images

Það er fjölbreytt úrval íþrótta á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.00 er Domino´s Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir ýmsar hliðar körfuboltans líkt og vanalega fyrst það eru engir leikir til að fjalla um.

Stöð 2 Sport 2

Leikur fyrrum Íslendingaliðsins Bolton Wanderers og Salford City í ensku D-deildinni er á dagskrá klukkan 19.35. Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson gerðu garðinn frægan með Bolton á sínum tíma er liðið lék í ensku úrvalsdeildinni. Fallið hefur verið hátt og er liðið nú komið í D-deildina.

Salford kannast ef til vill sum við en liðið er í eigu ´92 kynslóðarinnar svokölluðu sem lék með Manchester United, allavega hluta af henni. Þeir Gary Neville, Nicky Butt og Ryan Giggs eiga stóran hlut í liðinu ásamt fjárfesti sem á einnig spænska liðið Valencia.

Stöð 2 Golf

Við hefjum daginn klukkan 10.30 á Aramco Saudi Ladies International-mótinu sem er hluti af LET-mótaröðinni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er meðal kylfinga á mótinu.

Klukkan 18.00 er svo komið að Masters-mótinu í golfi en annar dagur mótsins er í dag.

Dagskra dagsins í dag.

Hvað er fram undan í beinni?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×