Skiptir þverun Grunnafjarðar máli? Guðjón S. Brjánsson skrifar 15. nóvember 2020 13:27 Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Akranes Borgarbyggð Samgöngur Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun