Erlent

Hleypa Corbyn aftur í flokkinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jeremy Corbyn var leiðtogi breska Verkamannaflokksins á árunum 2015 til 2019.
Jeremy Corbyn var leiðtogi breska Verkamannaflokksins á árunum 2015 til 2019. Getty

Jeremy Corbyn, fyrrum formanni Verkamannaflokksins, hefur verið hleypt aftur í flokkinn. Corbyn var vikið úr Verkamannaflokknum fyrir 19 dögum vegna viðbragða hans við skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins.

Corbyn gaf út yfirlýsingu í dag þar sem hann harmaði að hafa sært með ummælum sínum. Yfirlýsingin var m.a. send á flokksforystuna en nefnd á vegum Verkamannaflokksins ákvað í dag að hleypa Corbyn aftur í flokkinn. 

Ekki hefur verið greint frá því hvort endurkoma hans er háð skilyrðum.

Í skýrslu eftirlitsaðilans jafnréttis- og mannréttindaráðs (Equality and Human Righs Commission) var m.a. fjallað um viðbrögð Verkamannaflokksins við ásökunum um gyðingaandúð meðal flokksmanna en Corbyn sagði vandamálið stórlega ýkt í skýrslunni. 

Málið væri hápólitískt.

Keir Starmer, núverandi formaður Verkamannaflokksins, sagði hins vegar að þeir sem neituðu því að gyðingandúð væri vandamál innan flokksins væru sjálfir hluti vandands.

Guardian sagði frá.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×