Þórólfur svarar gagnrýnisröddum: „Eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Þórólfur Guðnason. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hópaæfingar afreksfólks í íþróttum byrji í fyrsta lagi í desember ef miðað er við núverandi reglugerð. Flest allt íþróttalíf hefur verið á ís síðan í byrjun október en afreksíþróttafólk hefur ekki getað haldið sér við að undanförnu vegna lokana á íþróttahúsum. Körfuboltaþjálfarar sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa og var Þórólfur spurður út í hvaða rök væru á bak við æfinga- og keppnisbann íþróttafólks með bolta. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir sem hugsast geta, til þess að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur. „Við gerðum þetta hægt og bítandi. Vorum með markvissar aðgerðir sem voru ekki að skila nægilegum árangri. Við vorum að missa faraldurinn í veldisvöxt þegar við gripum í að stöðva allar hópamyndanir í landinu sem mögulegt er.“ „Það hefur skilað þessum góðum árangri. Það gildir um íþróttir og hjá fullorðnum og börnum eins og hjá öðrum.“ Hann segir að það séu dæmi um að menn hafi smitast í íþróttum; sama hvort það séu afreks- eða almenningsíþróttir. „Það eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum og það er hvorki meiri né minni hætta í afreksíþróttum en öðrum íþróttum.“ Allar hópamyndanir, af sama hvaða toga þær eru, feli í sér slíka áhættu. Hann reiknar með að æfingar byrji í fyrsta lagi í desember. „Reglugerðin gildir í tvær vikur og svo tekur eitthvað annað við. Það er sá tímarammi sem við erum að horfa á núna.“ Klippa: Sportpakkinn - Þórólfur Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hópaæfingar afreksfólks í íþróttum byrji í fyrsta lagi í desember ef miðað er við núverandi reglugerð. Flest allt íþróttalíf hefur verið á ís síðan í byrjun október en afreksíþróttafólk hefur ekki getað haldið sér við að undanförnu vegna lokana á íþróttahúsum. Körfuboltaþjálfarar sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa og var Þórólfur spurður út í hvaða rök væru á bak við æfinga- og keppnisbann íþróttafólks með bolta. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir sem hugsast geta, til þess að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur. „Við gerðum þetta hægt og bítandi. Vorum með markvissar aðgerðir sem voru ekki að skila nægilegum árangri. Við vorum að missa faraldurinn í veldisvöxt þegar við gripum í að stöðva allar hópamyndanir í landinu sem mögulegt er.“ „Það hefur skilað þessum góðum árangri. Það gildir um íþróttir og hjá fullorðnum og börnum eins og hjá öðrum.“ Hann segir að það séu dæmi um að menn hafi smitast í íþróttum; sama hvort það séu afreks- eða almenningsíþróttir. „Það eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum og það er hvorki meiri né minni hætta í afreksíþróttum en öðrum íþróttum.“ Allar hópamyndanir, af sama hvaða toga þær eru, feli í sér slíka áhættu. Hann reiknar með að æfingar byrji í fyrsta lagi í desember. „Reglugerðin gildir í tvær vikur og svo tekur eitthvað annað við. Það er sá tímarammi sem við erum að horfa á núna.“ Klippa: Sportpakkinn - Þórólfur
Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31