Innleiðing betri vinnutíma Sandra B. Franks skrifar 22. nóvember 2020 13:59 Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar