Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 11:15 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. Getty/Jacob King Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles. Bretland Bandaríkin Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira