Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 12:03 Angus Campbell, æðsti herforingi ástralska hersins. Hann sagði frá því á dögunum að vísbendingar væru um einhverskonar hefð þar sem nýir sérsveitarmenn voru látnir skjóta óvopnaða fanga til bana í Afganistan. EPA/MICK TASIKAS Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn. Ástralía Afganistan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn.
Ástralía Afganistan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira