Zlatan opinn fyrir endurkomu í landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Verður Zlatan með sænska landsliðinu á EM á næsta ári? Marco Canoniero/Getty Images Hinn síungi Zlatan Ibrahimović er opinn fyrir endurkomu í sænska landsliðið og hefur meira að segja rætt við landsliðsþjálfara Svía. Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur. Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur.
Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira