Zlatan opinn fyrir endurkomu í landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Verður Zlatan með sænska landsliðinu á EM á næsta ári? Marco Canoniero/Getty Images Hinn síungi Zlatan Ibrahimović er opinn fyrir endurkomu í sænska landsliðið og hefur meira að segja rætt við landsliðsþjálfara Svía. Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur. Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur.
Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira