Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 20:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun. Vísir/Vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 42 þingmenn samþykktu frumvarpið, sex greiddu atkvæði á móti en fimm greiddu ekki atkvæði. Verði kjarasamningur ekki undirritaður fyrir 4. janúar 2021 skal gerðardómur ákveða kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17. febrúar á næsta ári. Lögin öðlast þegar gildi. Allir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það gerðu einnig þingmenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Áslaug Arna nauðsynlegt að ráðast í lagasetningu þar sem almannaöryggi væri í húfi. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni þar sem þeir vildu semja til þriggja ára. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
42 þingmenn samþykktu frumvarpið, sex greiddu atkvæði á móti en fimm greiddu ekki atkvæði. Verði kjarasamningur ekki undirritaður fyrir 4. janúar 2021 skal gerðardómur ákveða kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17. febrúar á næsta ári. Lögin öðlast þegar gildi. Allir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það gerðu einnig þingmenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Áslaug Arna nauðsynlegt að ráðast í lagasetningu þar sem almannaöryggi væri í húfi. „Það er auðvitað þannig að starfsemin varðar almannaöryggi og verður að komast í eðlilegt horf án tafar.“ Kjaradeilan er í algjörum hnút eftir að samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara á tíu tíma maraþonfundi í Karphúsinu í gær. Tillagan fól í sér eins árs framlengingu á gildandi kjarasamningi auk sömu hækkana og flugvirkjar Icelandair hafa fengið. Flugvirkjar höfnuðu tillögunni þar sem þeir vildu semja til þriggja ára. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti á miðvikudag vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar.
Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20
„Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09