The Broken Hearts Gallery: Grínkonan, alltaf hress en aldrei fyndin Heiðar Sumarliðason skrifar 1. desember 2020 17:03 Dacre Montgomery og Geraldine Viswanathan úti á götu í New York. The Broken Hearts Gallery fékk ekki að koma í kvikmyndahús á Íslandi, líkt og áætlað var. Það var vinur okkar Kóvíð sem kom í veg fyrir það. Nú er hún hins vegar komin á Leiguna. Ef karlmanni finnst rómantísk gamanmynd léleg, þá eru dæmigerð viðbrögð fólks að það sé eingöngu vegna kyns hans og hann geti í raun ekki kunnað að meta kvikmyndategundina. Það er alls ekki satt í mínu tilfelli, langt því frá. Ég þoli í raun hvaða bíómyndategund sem er, svo lengi sem verkið er vel af hendi leyst. The Broken Hearts Gallery er kvikmynd sem fellur því miður ekki í þann flokk. Viðmælandi minn í kvikmyndaþættinum Stjörnubíói, sem er birtist hér á Vísi (og er hægt að spila neðst í greininni), datt einmitt strax í þá gryfju að benda á að sem karlmanni geti mér ekki þótt rómatískar gamanmyndir skemmtilegar. En ég fullvissa þig, lesandi góður, að ég get alveg verið sökker fyrir góðri rómantískri gamanmynd. Ég féll aftur á móti ekki fyrir The Broken Hearts Gallery. Það er langt síðan ég hef séð kvikmynd sem reynir jafn ákaft að sannfæra áhorfandann um að hún sé skemmtileg, lifandi og sjarmerandi. Að horfa á hana er líkt og að umgangast manneskju sem er í sjötta gír að reyna að sanna hvað hún sé hress og frábær, sem endar með því að hún talar og talar, og það jafn vel þó hún hafi ekkert að segja. Slíkt verður að sjálfsögðu fljótt þreytandi, og helmingurinn af samtölum myndarinnar eru eins og handahófskennt uppfyllingarefni. Grínkonan Við áhorfið skaut minning upp í kollinn á mér frá því að mér var sagt frá atriði úr íslenskum gamanþætti um grínkonu sem var alltaf hress en aldrei fyndin. Ég hef aldrei séð þetta atriði (held að það hafi verið verið í Stelpunum), en þegar ég horfði á The Broken Hearts Gallery gat ég ekki hugsað um neitt annað: „Grínkonan, alltaf hress, aldrei fyndin.“ Aðalpersónan gæti í raun verið þessi kona, og það er því á grensunni að hægt sé að kalla þetta gamanmynd (eða kómedíu), því hún er EKKI FYNDIN. Persónurnar og leikararnir reyna yfirdrifið að vera sniðug en hafa ekki erindi sem erfiði. Sú samlíking sem mér dettur helst í hug er að líkja áhorfi á þessa mynd við að hlusta á barnalagið Baby Shark á endurtekningu, ég varð bara þreyttur og bugaður. Ekki allir sammála Út frá hefðbundnum strúktúrpælingum er myndin stórgölluð, og líður hún sérstaklega fyrir að hafa ekki skýra annars þáttar spurningu sem heldur þétt utan um framvinduna. Það kom mér því ekki sérlega á óvart þegar ég las viðtal við höfundinn og leikstjórann, Natalie Krinsky, þar sem hún sagðist hvorki kunna að skrifa handrit né að leikstýra, því það sést mjög greinilega. Hún hefði kannski betur lært eitthvað í þeim fræðum áður en hún hélt af stað. Það virðist þó vera eitthvað af fólki þarna úti sem er ósammála mér, en fyrir þá sem hafa áhuga á mótrökum, er hægt að heyra þau í samtali mínu við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur í nýjasta þætti Stjörnubíós, sem hægt er að spila hér að neðan. Niðurstaða: Tvær stjörnur. The Broken Hearts Gallery er, að mati þessa gagnrýnanda, flatneskjan holdi klædd. Pirrandi mynd um pirrandi fólk. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ef karlmanni finnst rómantísk gamanmynd léleg, þá eru dæmigerð viðbrögð fólks að það sé eingöngu vegna kyns hans og hann geti í raun ekki kunnað að meta kvikmyndategundina. Það er alls ekki satt í mínu tilfelli, langt því frá. Ég þoli í raun hvaða bíómyndategund sem er, svo lengi sem verkið er vel af hendi leyst. The Broken Hearts Gallery er kvikmynd sem fellur því miður ekki í þann flokk. Viðmælandi minn í kvikmyndaþættinum Stjörnubíói, sem er birtist hér á Vísi (og er hægt að spila neðst í greininni), datt einmitt strax í þá gryfju að benda á að sem karlmanni geti mér ekki þótt rómatískar gamanmyndir skemmtilegar. En ég fullvissa þig, lesandi góður, að ég get alveg verið sökker fyrir góðri rómantískri gamanmynd. Ég féll aftur á móti ekki fyrir The Broken Hearts Gallery. Það er langt síðan ég hef séð kvikmynd sem reynir jafn ákaft að sannfæra áhorfandann um að hún sé skemmtileg, lifandi og sjarmerandi. Að horfa á hana er líkt og að umgangast manneskju sem er í sjötta gír að reyna að sanna hvað hún sé hress og frábær, sem endar með því að hún talar og talar, og það jafn vel þó hún hafi ekkert að segja. Slíkt verður að sjálfsögðu fljótt þreytandi, og helmingurinn af samtölum myndarinnar eru eins og handahófskennt uppfyllingarefni. Grínkonan Við áhorfið skaut minning upp í kollinn á mér frá því að mér var sagt frá atriði úr íslenskum gamanþætti um grínkonu sem var alltaf hress en aldrei fyndin. Ég hef aldrei séð þetta atriði (held að það hafi verið verið í Stelpunum), en þegar ég horfði á The Broken Hearts Gallery gat ég ekki hugsað um neitt annað: „Grínkonan, alltaf hress, aldrei fyndin.“ Aðalpersónan gæti í raun verið þessi kona, og það er því á grensunni að hægt sé að kalla þetta gamanmynd (eða kómedíu), því hún er EKKI FYNDIN. Persónurnar og leikararnir reyna yfirdrifið að vera sniðug en hafa ekki erindi sem erfiði. Sú samlíking sem mér dettur helst í hug er að líkja áhorfi á þessa mynd við að hlusta á barnalagið Baby Shark á endurtekningu, ég varð bara þreyttur og bugaður. Ekki allir sammála Út frá hefðbundnum strúktúrpælingum er myndin stórgölluð, og líður hún sérstaklega fyrir að hafa ekki skýra annars þáttar spurningu sem heldur þétt utan um framvinduna. Það kom mér því ekki sérlega á óvart þegar ég las viðtal við höfundinn og leikstjórann, Natalie Krinsky, þar sem hún sagðist hvorki kunna að skrifa handrit né að leikstýra, því það sést mjög greinilega. Hún hefði kannski betur lært eitthvað í þeim fræðum áður en hún hélt af stað. Það virðist þó vera eitthvað af fólki þarna úti sem er ósammála mér, en fyrir þá sem hafa áhuga á mótrökum, er hægt að heyra þau í samtali mínu við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur í nýjasta þætti Stjörnubíós, sem hægt er að spila hér að neðan. Niðurstaða: Tvær stjörnur. The Broken Hearts Gallery er, að mati þessa gagnrýnanda, flatneskjan holdi klædd. Pirrandi mynd um pirrandi fólk.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira