Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 15:35 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur krafið ráðamenn í Kína afsökunarbeiðnar vegna myndarinnar. Þeirri beiðni hefur verið hafnað. Twitter/AP Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. Kínverjar ætla ekki að biðjast afsökunar og saka Ástrala í staðinn um að nota deilur ríkjanna til að byggja upp þjóðerniskennd í Ástralíu og um að reyna að færa athyglina frá skýrslu um stríðsglæpi ástralskra hermanna í Afganistan. Yfirvöld í Kína segja líka að Ástralar séu þykjast vera reiðir yfir myndinni til að kenna Kína um sífellt versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Myndin sem um ræðir er samsett mynd sem sýnir ástralskan hermann halda á barni og vera við það að skera barnið á háls. Barnið heldur svo á lambi og við myndina er textinn: „Ekki vera hrædd, við erum að koma og færa ykkur frið.“ Talsmaðurinn, Lijian Zhao, hefur fest tístið efst á Twittersíðu sína. Þar segir hann Kína fordæma grimmdarverk eins og ástralskir hermenn hafa verið sakaðir um og kallar eftir því að þeir verði dregnir til ábyrgðar. Myrtu óbreytta borgara Varnarmálaráðuneyti Ástralíu gaf nýverið út skýrslu um meinta stríðsglæpi hermanna í Afganistan. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Þeir hermenn eru til rannsóknar vegna skýrslunnar og minnst tíu hefur þar að auki verið vikið úr hernum. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur sagt að yfirvöld í Kína ættu að skammast sín vegna dreifingar þessarar „ógeðslegu“ myndar. Hann hefur krafist afsökunarbeiðni frá Peking. ABC News í Ástralíu segir Morrison hafa birt yfirlýsing á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat þar sem hann sagði skýrsluna og viðbrögð við henni vera til marks um þann mun á því hvernig yfirvöld í Ástralíu tækjust á við viðkvæm málefni, samanborið við Kommúnistaflokk Kína. Hann sagði það að Ástralar gætu tekist á við vandamálið á gagnsæjan og heiðarlegan máta til marks um styrk landsins. Það væri gert, þrátt fyrir að málið væri erfitt, og að þannig ættu frjálsar og upplýstar lýðræðisþjóðir að virka. Í yfirlýsingu frá sendiráði Kína í Ástralíu er sterklega gefið í skyn að ekki komið til greina að biðjast afsökunar. Viðbrögð Ástrala vegna myndarinnar séu úr öllu hófi og fölsk. Eins og áður hefur komið fram hafa samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Ríkin eiga einnig í viðskiptadeilum. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Um helgina tilkynntu ráðamenn í Kína að þeir hefðu sett tolla á innflutning víns frá Ástralíu. Fyrr í mánuðinum höfðu yfirvöld ráðlagt innflytjendum að hætta að flytja inn vín, humar, sykur, kol, timbur, ull og annað frá Ástralíu, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Kína neituðu þó að hafa gefið út slíkar ráðleggingar. Ástralía Kína Tengdar fréttir Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. 11. nóvember 2020 10:23 Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Kínverjar ætla ekki að biðjast afsökunar og saka Ástrala í staðinn um að nota deilur ríkjanna til að byggja upp þjóðerniskennd í Ástralíu og um að reyna að færa athyglina frá skýrslu um stríðsglæpi ástralskra hermanna í Afganistan. Yfirvöld í Kína segja líka að Ástralar séu þykjast vera reiðir yfir myndinni til að kenna Kína um sífellt versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Myndin sem um ræðir er samsett mynd sem sýnir ástralskan hermann halda á barni og vera við það að skera barnið á háls. Barnið heldur svo á lambi og við myndina er textinn: „Ekki vera hrædd, við erum að koma og færa ykkur frið.“ Talsmaðurinn, Lijian Zhao, hefur fest tístið efst á Twittersíðu sína. Þar segir hann Kína fordæma grimmdarverk eins og ástralskir hermenn hafa verið sakaðir um og kallar eftir því að þeir verði dregnir til ábyrgðar. Myrtu óbreytta borgara Varnarmálaráðuneyti Ástralíu gaf nýverið út skýrslu um meinta stríðsglæpi hermanna í Afganistan. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Þeir hermenn eru til rannsóknar vegna skýrslunnar og minnst tíu hefur þar að auki verið vikið úr hernum. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur sagt að yfirvöld í Kína ættu að skammast sín vegna dreifingar þessarar „ógeðslegu“ myndar. Hann hefur krafist afsökunarbeiðni frá Peking. ABC News í Ástralíu segir Morrison hafa birt yfirlýsing á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat þar sem hann sagði skýrsluna og viðbrögð við henni vera til marks um þann mun á því hvernig yfirvöld í Ástralíu tækjust á við viðkvæm málefni, samanborið við Kommúnistaflokk Kína. Hann sagði það að Ástralar gætu tekist á við vandamálið á gagnsæjan og heiðarlegan máta til marks um styrk landsins. Það væri gert, þrátt fyrir að málið væri erfitt, og að þannig ættu frjálsar og upplýstar lýðræðisþjóðir að virka. Í yfirlýsingu frá sendiráði Kína í Ástralíu er sterklega gefið í skyn að ekki komið til greina að biðjast afsökunar. Viðbrögð Ástrala vegna myndarinnar séu úr öllu hófi og fölsk. Eins og áður hefur komið fram hafa samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Ríkin eiga einnig í viðskiptadeilum. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Um helgina tilkynntu ráðamenn í Kína að þeir hefðu sett tolla á innflutning víns frá Ástralíu. Fyrr í mánuðinum höfðu yfirvöld ráðlagt innflytjendum að hætta að flytja inn vín, humar, sykur, kol, timbur, ull og annað frá Ástralíu, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Kína neituðu þó að hafa gefið út slíkar ráðleggingar.
Ástralía Kína Tengdar fréttir Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. 11. nóvember 2020 10:23 Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30
Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35
Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. 11. nóvember 2020 10:23
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35