Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, yfirgefur ísraelska þingið eftir atkvæðagreiðsluna í dag. AP/Alex Kolomoisky Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar. Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þingmenn munu þurfa að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum í viðbót áður en farið verður í nýjar kosningar. Benny Gantz, varnarmálaráðherra og þingmenn í Bláhvíta bandalaginu studdu þó frumvarpið en Gantz og Bláhvítir eru í ríkisstjórn með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, svo líklegast eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir. 61 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu og 54 gegn því. Sex mánuðir eru síðan Gantz sveik þáverandi bandamenn sína og gekk til liðs við Netanjahú. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði frumvarpið fram og hann segir að fyrsta samþykkt þess sé ekki sigur. Heldur einungis fyrsta skrefið í átt að nýrri ríkisstjórn í Ísrael. Sú ríkisstjórn muni takast á við faraldur nýju kóronuveirunnar, efnahagsvandræði og ekki stofna til deilna á milli Ísraela, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz sagði í gærkvöldi að hann myndi styðja frumvarpið og sagði hann ástæðuna vera að Netanjahú hefði framið „efnahagshryðjuverk“ með því að stöðva fjárlagafrumvörp fyrir þetta og næsta ár. Án frumvarpsins sem samþykkt var í dag var fyrir útlit fyrir ríkisstjórnarslit vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2020. Ríkisstjórnin hefur frest til 23. desember til að samþykkja fjárlög, annars verður þingi slitið sjálfkrafa og boðað til kosninga þann 23. mars. Verði stjórnarandstöðu frumvarpið að lögum, tekur það forgang. Í frétt Times of Israel segir að líklegast verði kosningarnar haldnar í vor eða sumar.
Ísrael Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30 Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01
Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. 24. september 2020 12:30
Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. 11. júní 2020 15:30
Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35