Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2020 11:43 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins Mohsen Fakhrizadeh. Morð hans hefur valdið mikilli reiði í Íran. EPA/Varnarmálaráðuneyti Írans Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. Hassan Rouhani, forseti Íran, er andsnúinn þessum aðgerðum þingsins og segir að þær muni koma niður á pólitískri viðleitni við að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða og draga úr viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu þurfa Bandaríkin að aflétta viðskiptaþvingunum gegn olíuiðnaði og bönkum Íran í byrjun febrúar. Annars verði eftirlitsaðilum vikið Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar vikið úr landi og auðgun úrans verður aukin í 20 prósent. Það dugar ekki í kjarnorkusprengjur en með þeim breytingum gætu Íranar vopnvætt allt sitt úran á mun minni tíma en áður, yrði sú ákvörðun tekin, samkvæmt frétt New York Times. Ákvörðunin í höndum Khamenei Hendur Rouhani eru þó að mestu leiti bundnar. Neiti hann að skrifa undir frumvarpið getur forseti þingsins þess í stað sent það til Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Hann myndi þá taka ákvörðun um hvort frumvarpið yrði að lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hassan Rouhani, forseti Írans. Hann segist mótfallinn frumvarpi þingsins en hefur í raun lítið um málið að segja.AP/Forsetaembætti Írans Jafnvel þó Rouhani myndi skipta um skoðun og skrifa undir frumvarpið, myndi það enda á borði Khamenei og hann myndi taka ákvörðun um það. Þetta kemur í kjölfar þess að Mohsen Fakhrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Íran, var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg landsins. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísraelsmenn um árásina. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Sjá einnig: Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Joe Biden, sem tekur við embætti forseta þann 20. janúar, hefur sagt að hann sé tilbúinn að virkja samkomulagið á nýjan leik og það mjög fljótt eftir að hann sest að í Hvíta húsinu. Fyrst þurfi Íranar þó að fyrst að fylgja skilyrðum samkomulagsins á nýjan leik. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þó óbeint hvatt Biden til að gera það ekki. Morð Fakhrizadeh mun líklegast, hvort sem það var framið af Ísraelsmönnum eða ekki, hafa mikil áhrif á það til hvaða aðgerða Biden getur í raun gripið varðandi Íran. Íranar hafa ávalt haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsömum tilgangi. Fakhrizadeh mun þó hafa stjórnað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins fram til ársins 2003 en þá er sú áætlun talin hafa verið stöðvuð. Leyniþjónusta Ísrael og ráðamenn þar hafa þó haldið því fram að Íranar hafi haldið þróuninni áfram í leyni. Íran Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, er andsnúinn þessum aðgerðum þingsins og segir að þær muni koma niður á pólitískri viðleitni við að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða og draga úr viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu þurfa Bandaríkin að aflétta viðskiptaþvingunum gegn olíuiðnaði og bönkum Íran í byrjun febrúar. Annars verði eftirlitsaðilum vikið Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar vikið úr landi og auðgun úrans verður aukin í 20 prósent. Það dugar ekki í kjarnorkusprengjur en með þeim breytingum gætu Íranar vopnvætt allt sitt úran á mun minni tíma en áður, yrði sú ákvörðun tekin, samkvæmt frétt New York Times. Ákvörðunin í höndum Khamenei Hendur Rouhani eru þó að mestu leiti bundnar. Neiti hann að skrifa undir frumvarpið getur forseti þingsins þess í stað sent það til Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Hann myndi þá taka ákvörðun um hvort frumvarpið yrði að lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hassan Rouhani, forseti Írans. Hann segist mótfallinn frumvarpi þingsins en hefur í raun lítið um málið að segja.AP/Forsetaembætti Írans Jafnvel þó Rouhani myndi skipta um skoðun og skrifa undir frumvarpið, myndi það enda á borði Khamenei og hann myndi taka ákvörðun um það. Þetta kemur í kjölfar þess að Mohsen Fakhrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Íran, var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg landsins. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísraelsmenn um árásina. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Sjá einnig: Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Joe Biden, sem tekur við embætti forseta þann 20. janúar, hefur sagt að hann sé tilbúinn að virkja samkomulagið á nýjan leik og það mjög fljótt eftir að hann sest að í Hvíta húsinu. Fyrst þurfi Íranar þó að fyrst að fylgja skilyrðum samkomulagsins á nýjan leik. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur þó óbeint hvatt Biden til að gera það ekki. Morð Fakhrizadeh mun líklegast, hvort sem það var framið af Ísraelsmönnum eða ekki, hafa mikil áhrif á það til hvaða aðgerða Biden getur í raun gripið varðandi Íran. Íranar hafa ávalt haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsömum tilgangi. Fakhrizadeh mun þó hafa stjórnað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins fram til ársins 2003 en þá er sú áætlun talin hafa verið stöðvuð. Leyniþjónusta Ísrael og ráðamenn þar hafa þó haldið því fram að Íranar hafi haldið þróuninni áfram í leyni.
Íran Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01 Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. 23. nóvember 2020 16:01
Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög. 23. nóvember 2020 09:50