Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2020 20:00 Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun