Grundvallarbreyting í leikskólum landsins án nægrar ígrundunar Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 8. desember 2020 07:31 Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun