Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:31 Undanfarna níu mánuði hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum lækkað töluvert. Nú telja sumir botninum náð og hefur krónan styrkst hratt og mikið undanfarnar vikur. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum. Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum.
Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01