Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir skrifa 10. desember 2020 08:30 Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra. Leikskólinn er fyrst og fremst menntastofnun, en ekki þjónustustofnun í þágu atvinnulífsins. Leikskólinn er skilgreindur í lögum sem fyrsta skólastigið. Mikilvægur hlekkur og grunnstoð í íslensku skólakerfi. Breytt skipulag – hverjum til heilla? Í febrúar á síðasta ári var tekin ákvörðun í fræðsluráði Hafnarfjarðar að leikskólar bæjarins yrðu opnir árið um kring frá og með sumri 2021 og lokuðu því ekki í fjórar vikur á sumrin eins og verið hefur. Nú geta börn og starfsmenn tekið sumarfrí hvenær sem er á tímabilinu frá 2. maí – 15. september. Þó verður frí barna alltaf að vera minnst í 4 vikur samfellt. Allir leikskólar bæjarins verða því opnir 12 mánuði á ári. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en er afleitt þegar kemur að faglegu starfi, stöðugleika og velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Röskun á faglegu starfi og mikilvægum stöðugleika verður slík að ljóst er að þessi tilhögun verður ekki til heilla fyrir börnin. Ákvörðun tekin um sumaropnun í andstöðu við fagsamfélagið í leikskólunum Rúmlega 90% af starfsmönnum leikskóla skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn því að þessi ákvörðun um sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði yrði að veruleika. Stéttarfélög fagfélaga leikskólakennara og stjórnenda í leikskólum ásamt stéttarfélagi ófaglærðra starfsmanna leikskólans mótmæltu ákvörðuninni harðlega. Hún er röng, tekin á röngum forsendum. Þröngvað fram af fullkomnu skilningsleysi á grundvallarstarfi leikskólans sem er að mennta og efla þroska barnanna okkar. Að standa með börnunum Ákvörðunin er tekin í andstöðu við velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Það eru ekki hagsmunir barnanna sem ráð för en þeir eru í húfi. Í 3. gr. Barnasáttmálans segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem barninu eru fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Og ef hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Í þessu máli eru hagsmunir barnanna fótum troðnir og þeir ekki hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatökuna. Óskiljanleg vinnubrögð meirihlutans og Viðreisnar Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum lagst hart gegn þessum breytingum. Ákvörðunin er byggð á röngum forsendum og á mjög veikum faglegum grunni. Hún er ekki tekin með hagsmuni barnanna í leikskólunum í huga og vinnur sem slík gegn velferð þeirra. Hún er tekin af illa upplýstum stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á fagleg rök leikskólakennara. Minni stöðugleiki og veikara faglegt starf stefnir velferð og menntun barna í hættu Við vitum fyrir víst að foreldrar leikskólabarna vilja ekkert frekar en að börnin þeirra búi við stöðugleika, rútínu, fræðslu og heilsusamlegt umhverfi. Búi við umhverfi sem barnið þekkir og treystir. Umhverfi sem tryggir örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem eflir heilbrigðan þroska barnanna. Þessi ákvörðun er ekki börnunum fyrir bestu, veikir faglegt starf og stöðugleika í starfi skólanna þeirra og stefnir þannig velferð barnanna og menntun þeirra í hættu. Vinnubrögð meirihlutans eru slík að skömm er að Á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 25. nóvember lögðum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn myndi ógilda ákvörðun fræðsluráðs. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum og fulltrúa Viðreisnar. Það er því sorg í hjarta starfsmanna leikskólanna. Þeim finnst vera vegið að starfsheiðri sínum og faglegum metnaði. Þeim finnst að velferð og menntun barna í leikskólum Hafnarfjarðar sé fyrir borð borin. Fulltrúar meirihlutans og Viðreisnar í fræðsluráði og í bæjarstjórn láta rök þess góða fólks, sem af trúfestu og fagmennsku vinnur störf sín í leikskólum bæjarins, sem vind um eyru þjóta. Þessir fulltrúar hafa vaðið áfram með óboðlegum vinnubrögðum sem eru þeim öllum til vansa. Þá skömm sitja þeir uppi með. Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra. Leikskólinn er fyrst og fremst menntastofnun, en ekki þjónustustofnun í þágu atvinnulífsins. Leikskólinn er skilgreindur í lögum sem fyrsta skólastigið. Mikilvægur hlekkur og grunnstoð í íslensku skólakerfi. Breytt skipulag – hverjum til heilla? Í febrúar á síðasta ári var tekin ákvörðun í fræðsluráði Hafnarfjarðar að leikskólar bæjarins yrðu opnir árið um kring frá og með sumri 2021 og lokuðu því ekki í fjórar vikur á sumrin eins og verið hefur. Nú geta börn og starfsmenn tekið sumarfrí hvenær sem er á tímabilinu frá 2. maí – 15. september. Þó verður frí barna alltaf að vera minnst í 4 vikur samfellt. Allir leikskólar bæjarins verða því opnir 12 mánuði á ári. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en er afleitt þegar kemur að faglegu starfi, stöðugleika og velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Röskun á faglegu starfi og mikilvægum stöðugleika verður slík að ljóst er að þessi tilhögun verður ekki til heilla fyrir börnin. Ákvörðun tekin um sumaropnun í andstöðu við fagsamfélagið í leikskólunum Rúmlega 90% af starfsmönnum leikskóla skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn því að þessi ákvörðun um sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði yrði að veruleika. Stéttarfélög fagfélaga leikskólakennara og stjórnenda í leikskólum ásamt stéttarfélagi ófaglærðra starfsmanna leikskólans mótmæltu ákvörðuninni harðlega. Hún er röng, tekin á röngum forsendum. Þröngvað fram af fullkomnu skilningsleysi á grundvallarstarfi leikskólans sem er að mennta og efla þroska barnanna okkar. Að standa með börnunum Ákvörðunin er tekin í andstöðu við velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Það eru ekki hagsmunir barnanna sem ráð för en þeir eru í húfi. Í 3. gr. Barnasáttmálans segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem barninu eru fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Og ef hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Í þessu máli eru hagsmunir barnanna fótum troðnir og þeir ekki hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatökuna. Óskiljanleg vinnubrögð meirihlutans og Viðreisnar Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum lagst hart gegn þessum breytingum. Ákvörðunin er byggð á röngum forsendum og á mjög veikum faglegum grunni. Hún er ekki tekin með hagsmuni barnanna í leikskólunum í huga og vinnur sem slík gegn velferð þeirra. Hún er tekin af illa upplýstum stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á fagleg rök leikskólakennara. Minni stöðugleiki og veikara faglegt starf stefnir velferð og menntun barna í hættu Við vitum fyrir víst að foreldrar leikskólabarna vilja ekkert frekar en að börnin þeirra búi við stöðugleika, rútínu, fræðslu og heilsusamlegt umhverfi. Búi við umhverfi sem barnið þekkir og treystir. Umhverfi sem tryggir örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem eflir heilbrigðan þroska barnanna. Þessi ákvörðun er ekki börnunum fyrir bestu, veikir faglegt starf og stöðugleika í starfi skólanna þeirra og stefnir þannig velferð barnanna og menntun þeirra í hættu. Vinnubrögð meirihlutans eru slík að skömm er að Á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 25. nóvember lögðum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn myndi ógilda ákvörðun fræðsluráðs. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum og fulltrúa Viðreisnar. Það er því sorg í hjarta starfsmanna leikskólanna. Þeim finnst vera vegið að starfsheiðri sínum og faglegum metnaði. Þeim finnst að velferð og menntun barna í leikskólum Hafnarfjarðar sé fyrir borð borin. Fulltrúar meirihlutans og Viðreisnar í fræðsluráði og í bæjarstjórn láta rök þess góða fólks, sem af trúfestu og fagmennsku vinnur störf sín í leikskólum bæjarins, sem vind um eyru þjóta. Þessir fulltrúar hafa vaðið áfram með óboðlegum vinnubrögðum sem eru þeim öllum til vansa. Þá skömm sitja þeir uppi með. Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun