Sjáðu færið sem Albert brenndi af í naumu tapi AZ í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 16:01 Albert trúði vart eigin augum er boltinn rúllaði framhjá markinu í stað þess að rúlla í netið. Ed van de Pol/Getty Images Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson brenndi af ótrúlegu færi í naumu tapi AZ Alkmaar gegn Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Tap AZ þýðir liðið missti af sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en jafntefli hefði dugað liðinu til að komast áfram. Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira