„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 09:08 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14