„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 09:08 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14