Logi um þjálfarateymi Íslands: Geta náð gríðarlega langt í þessu starfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. desember 2020 07:01 Logi ræddi við Stöð 2 og Vísi í gær eftir að ljóst var að Arnar Þór myndi taka við landsliðinu með Eið Smára sér við hlið og að Logi yrði aðalþjálfari FH næsta sumar. Stöð 2 Logi Ólafsson er spenntur fyrir nýju þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og telur þá eiga framtíðina fyrir sér. Logi, nýráðinn þjálfari FH – á nýjan leik, var spurður út í ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Logi Ólafsson þekkir bæði vel til Arnars Þórs sem og starfsins en hann var landsliðsþjálfari 1996 til 1997 og svo frá 2003 til 2005 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni frá 2003 til 2005. „Mér lýst bara mjög vel á nýjan landsliðsþjálfara. Ekki síst á félaga hans sem verður þarna með honum,“ sagði Logi og á þar við Eið Smára Guðjohnsen sem þjálfaði FH með Logi síðasta sumar en er orðinn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. „Við vorum nú saman síðastliðið sumar og það er gríðarlega mikill „pótens“ í þessum tveimur mönnum. Þeir vinna vel saman, bæta hvorn annan upp og framtíðin er þeirra. Þeir geta náð gríðarlega langt í þessu starfi.“ „Arnar Þór stefndi fyrst að því að verða atvinnumaður í fótbolta og það tókst honum. Á hann glæsilegan feril að baki, 52 A-landsleiki og síðan er greinilegt hvert hugurinn hefur stefnt. Hann hefur drukkið í sig þau fræði hvar sem hann hefur verið og það er að skila sér ásamt því að vera mjög vel menntaður í þessu,“ sagði Logi um nýjan aðalþjálfara íslenska karlalandsliðsins. „Hann náði góðum árangri með U21 landsliðinu þannig ég vona bara að þeir haldi áfram á sömu braut þessir félagar.“ „Arnar Þór er fyrst og fremst rosalega duglegur maður og það sem hann hefur gert niðri hjá Knattspyrnusambandi sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari hjá U21 er frábært svo mér finnst þetta eðlilegt framhald,“ sagði Logi að lokum. Þess má til gamans geta að Davíð Þór Viðarsson, bróðir Arnars Þórs, verður aðstoðarmaður Loga hjá FH. Fótbolti Sportpakkinn FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar. 22. desember 2020 18:46 FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Logi, nýráðinn þjálfari FH – á nýjan leik, var spurður út í ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Logi Ólafsson þekkir bæði vel til Arnars Þórs sem og starfsins en hann var landsliðsþjálfari 1996 til 1997 og svo frá 2003 til 2005 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni frá 2003 til 2005. „Mér lýst bara mjög vel á nýjan landsliðsþjálfara. Ekki síst á félaga hans sem verður þarna með honum,“ sagði Logi og á þar við Eið Smára Guðjohnsen sem þjálfaði FH með Logi síðasta sumar en er orðinn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. „Við vorum nú saman síðastliðið sumar og það er gríðarlega mikill „pótens“ í þessum tveimur mönnum. Þeir vinna vel saman, bæta hvorn annan upp og framtíðin er þeirra. Þeir geta náð gríðarlega langt í þessu starfi.“ „Arnar Þór stefndi fyrst að því að verða atvinnumaður í fótbolta og það tókst honum. Á hann glæsilegan feril að baki, 52 A-landsleiki og síðan er greinilegt hvert hugurinn hefur stefnt. Hann hefur drukkið í sig þau fræði hvar sem hann hefur verið og það er að skila sér ásamt því að vera mjög vel menntaður í þessu,“ sagði Logi um nýjan aðalþjálfara íslenska karlalandsliðsins. „Hann náði góðum árangri með U21 landsliðinu þannig ég vona bara að þeir haldi áfram á sömu braut þessir félagar.“ „Arnar Þór er fyrst og fremst rosalega duglegur maður og það sem hann hefur gert niðri hjá Knattspyrnusambandi sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari hjá U21 er frábært svo mér finnst þetta eðlilegt framhald,“ sagði Logi að lokum. Þess má til gamans geta að Davíð Þór Viðarsson, bróðir Arnars Þórs, verður aðstoðarmaður Loga hjá FH.
Fótbolti Sportpakkinn FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar. 22. desember 2020 18:46 FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar. 22. desember 2020 18:46
FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55
Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19
Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41
Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37