Við erum öll Seyðfirðingar Gauti Jóhannesson skrifar 28. desember 2020 17:57 Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun