Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Skriðurnar féllu um klukkan 4 í nótt að staðartíma. EPA Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08