Skriða féll hundrað metrum frá heimili Hafdísar Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 30. desember 2020 15:27 Hafdís Gunnarsdóttir hefur verið búsett í Ask ásamt norskum eiginmanni sínum síðan 1997. Til hægri sést eyðileggingin í bænum eftir skriðuföllin. Samsett/Facebook/EPA Íslensk kona sem búsett er í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt lýsir því að skriða hafi fallið um hundrað metrum frá heimili hennar í bænum. Uggur sé í bæjarbúum en þeir standi saman í hamförunum. „Það byrjaði bara með því að við heyrðum læti og mikið af þyrlum og sírenum. Þannig að við fórum bara á fætur,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, sem búið hefur í Ask síðan 1997 með norskum eiginmanni sínum, í samtali við fréttastofu. Hafdís segir að rafmagninu hafi slegið út á heimilinu og þau því lesið um aurskriðuna í símum sínum. Svo hafi lögregla bankað upp á hjá þeim. „Og við þurftum öll að koma okkur í burtu eins fljótt og hægt væri því það var komin ný skriða hundrað metra frá okkur. Þannig að við hoppuðum í skó og jakka, náðum í bílinn og fengum með okkur nágranna. Svo komum við okkur upp í unglingaskólann og skráðum okkur, þar sem er haldið utan um ef einhvern vantar. Þetta var dálítið mikið stress.“ Hafdís lýsir því að fyrsta skriðan hafi hrifið með sér nokkur hús í bænum. Hin skriðan, sem féll nærri heimili þeirra, hafi einnig valdið tjóni. „Og nú sé ég að það er nýtt hús sem hvarf núna klukkan 15:20 að norskum tíma,“ segir Hafdís. Frá þessu er greint á vef VG, þar sem segir að mörg hús hafi orðið skriðunum að bráð og hrunið til grunna. Eitt þeirra sést falla ofan í skriðusárið um klukkan 15:20 í myndbandinu hér fyrir neðan. Nágranna í næstu götu saknað Um hádegisbil í dag var ekki vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu. Sú tala er enn óbreytt nú síðdegis. Lögregla tók fram að fólkið kunni að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Hafdís segir að hluti þeirra sem er saknað séu nágrannar hennar. „Já, maður getur sagt það. Bara í næstu götu,“ segir Hafdís. Hún kveðst kannast við einhverja þeirra en þekki þó engan vel. Tengdamóðirin flutt á sjúkrahús Hafdís segist ekki vita betur en að það sé í lagi með húsið þeirra hjóna en þau fylgist vel með gangi mála. Þau eru nú stödd á hóteli við Gardemoen-flugvöllinn Heldur – vita ekki hvenær þau fá að fara heim „Við höfum ekki neitt með okkur og þurfum að fara að versla, tannkrem, tannbursta og ýmislegt sem okkur vantar. [...] Svo er hjúkrunarheimili þarna rétt fyrir ofan stærstu skriðuna og allir þar voru sendir á sjúkrahús til að fá hjálp því það hefur verið svo mikið Covid-19 þar. Tengdamóðir mín er þar.“ Þá telur Hafdís að flestir nánustu nágrannar þeirra hjóna hafi komist heilir frá hamförunum en margir bæjarbúar óttist um ástvini sína. Allir reyni að hjálpast að í gegnum harmleikinn. „Við reynum að hjálpa hvert öðru. Það eru margir sem eru ekki á bíl. Við fórum núna með einn nágrannann í næsta bæ til að fara í apótek að fá lyfin sín. Við hjálpumst að sem erum hérna.“ Noregur Íslendingar erlendis Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
„Það byrjaði bara með því að við heyrðum læti og mikið af þyrlum og sírenum. Þannig að við fórum bara á fætur,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, sem búið hefur í Ask síðan 1997 með norskum eiginmanni sínum, í samtali við fréttastofu. Hafdís segir að rafmagninu hafi slegið út á heimilinu og þau því lesið um aurskriðuna í símum sínum. Svo hafi lögregla bankað upp á hjá þeim. „Og við þurftum öll að koma okkur í burtu eins fljótt og hægt væri því það var komin ný skriða hundrað metra frá okkur. Þannig að við hoppuðum í skó og jakka, náðum í bílinn og fengum með okkur nágranna. Svo komum við okkur upp í unglingaskólann og skráðum okkur, þar sem er haldið utan um ef einhvern vantar. Þetta var dálítið mikið stress.“ Hafdís lýsir því að fyrsta skriðan hafi hrifið með sér nokkur hús í bænum. Hin skriðan, sem féll nærri heimili þeirra, hafi einnig valdið tjóni. „Og nú sé ég að það er nýtt hús sem hvarf núna klukkan 15:20 að norskum tíma,“ segir Hafdís. Frá þessu er greint á vef VG, þar sem segir að mörg hús hafi orðið skriðunum að bráð og hrunið til grunna. Eitt þeirra sést falla ofan í skriðusárið um klukkan 15:20 í myndbandinu hér fyrir neðan. Nágranna í næstu götu saknað Um hádegisbil í dag var ekki vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu. Sú tala er enn óbreytt nú síðdegis. Lögregla tók fram að fólkið kunni að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Hafdís segir að hluti þeirra sem er saknað séu nágrannar hennar. „Já, maður getur sagt það. Bara í næstu götu,“ segir Hafdís. Hún kveðst kannast við einhverja þeirra en þekki þó engan vel. Tengdamóðirin flutt á sjúkrahús Hafdís segist ekki vita betur en að það sé í lagi með húsið þeirra hjóna en þau fylgist vel með gangi mála. Þau eru nú stödd á hóteli við Gardemoen-flugvöllinn Heldur – vita ekki hvenær þau fá að fara heim „Við höfum ekki neitt með okkur og þurfum að fara að versla, tannkrem, tannbursta og ýmislegt sem okkur vantar. [...] Svo er hjúkrunarheimili þarna rétt fyrir ofan stærstu skriðuna og allir þar voru sendir á sjúkrahús til að fá hjálp því það hefur verið svo mikið Covid-19 þar. Tengdamóðir mín er þar.“ Þá telur Hafdís að flestir nánustu nágrannar þeirra hjóna hafi komist heilir frá hamförunum en margir bæjarbúar óttist um ástvini sína. Allir reyni að hjálpast að í gegnum harmleikinn. „Við reynum að hjálpa hvert öðru. Það eru margir sem eru ekki á bíl. Við fórum núna með einn nágrannann í næsta bæ til að fara í apótek að fá lyfin sín. Við hjálpumst að sem erum hérna.“
Noregur Íslendingar erlendis Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08