Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 14:57 Frá upplýsingafundinum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er annar frá vinstri. Lögreglan Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36