Japanskt lyf sagt gefa góða raun sem meðferð við kórónuveirunni Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 09:57 Lyfið er framleitt af japanska lyfjaframleiðandanum Toyama Chemical. Vísir/EPA Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira