Var mögulega á leiðinni í sinn fyrsta alvöru A-landsleik en er þess í stað í útgöngubanni í Póllandi Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 10:00 Böðvar Böðvarsson í leik í Póllandi þar sem hann hefur leikið síðustu tvö árin eftir að hafa komið til Jagiellonia frá FH. vísir/getty Síðustu vikur hafa verið athyglisverðar svo ekki sé meira sagt fyrir vinstri bakvörðinn Böðvar Böðvarsson. Böðvar er á mála hjá Jagiellonia Białystok í pólsku úrvalsdeildinni. Pólska deildin er nú eins og flest allar deildir heims komnar í hlé vegna kórónuveirunnar og í Póllandi ríkir samkomubann. Ekki má vera úti að óþörfu og Böðvar segir að þetta taki á. „Maður er í rauninni bara heima hjá sér. Við fáum leyfi til að fara í búðina og út að hlaupa en þar sem ég hef verið meiddur síðustu vikur þá hef ég lítið verið að hlaupa heldur mest megnis að hjóla,“ sagði Böðvar er Vísir sló á þráðinn til Póllands um helgina. „Ég hef verið á einhverju „spinning“ hjóli sem félagið lét mig hafa og taka einhverjar æfingar sem styrktarþjálfarinn sendi mér. Þannig það er ljóst að við komum til baka í ágætu standi.“ Böðvar geysist upp kantinn í leik með Jagiellonia gegn Lechia Gdansk.vísir/getty FH-ingurinn veit enn ekki hvað verður um deildina en hann segir að frestun EM geri það að verkum að deildin geti mögulega klárast, þó hún muni eitthvað lifa inn í sumarið. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað muni gerast. Stefnan er að byrja deildina í lok apríl. Það er þó ekki staðfest og við fáum skiljanlega ekki að fara úr landi þar sem óvissan er mikil og Pólverjarnir búnir að loka landamærunum.“ Hann segir að leikmenn félagsins hafi ekki verið beðnir um að taka á sig launalækkun eins og umræðan hefur verið í mörgum löndum en segir að það muni koma betur í ljós á næstu dögum hvað verður. Hann vonast þó til þess að deildin verði kláruð. „Ég hef einnig litla sem enga þolinmæði í að fara í tveggja vikna sóttkví á Íslandi og síðan aftur í Póllandi en þar sem EM var frstað ætti að gefast rými til þess að klára þessa deild. Sem betur fer er það þó ekki ég sem tek þessar ákvarðanir,“ sagði Böðvar léttur. #JAGARK Jagiellonia - Arka Gdynia 2:0 Klimala 66, Bodvarsson 83 https://t.co/dNKYcMtDn5 Siódme zwyci stwo nad Ark w siódmym meczu u siebie pic.twitter.com/QsJUVgG8ti— Jonatan (@JagaBKS) November 25, 2019 Eftir að hafa brotið sér leið inn í byrjunarliðið og annar vinstri bakvörðurinn seldur til Konyaspor í Tyrklandi hefur hann verið að berjast við erfið meiðsli sem hefur haldið honum frá vellinum síðustu vikur. „Ég er búinn að vera berjast við meiðsli allt undirbúningstímabilið. Við vorum búnir að æfa í fjóra eða fimm daga þegar hægra hnéð á mér fer að angra mig. Eftir þau meiðsli byrjaði ég of fljótt og vinstri hásinin á mér fór alveg með mig.“ „Ég tók þessi meiðsli með mér inn í mótið og ég var bara kominn á þann stað að ég gat ekki haldið áfram og hef ekki verið með í síðustu þremur leikjum sem voru spilaðir. Nú hefur maður þó tíma til þess að jafna sig.“ Hann kann þó vel við sig í Póllandi og segir að þetta sé flott deild þar sem ekki er mikill munur á milli liðanna í deildinni en Jagiellonia er í 7. sæti deildarinnar með 37 stig. Þeir eru þó einungis sex stigum frá öðru sætinu. Liðið endaði í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Böðvar og félagar fagna sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð.vísir/getty „Ég kann mjög vel við mig hérna. Þetta er mjög líkamlega sterk deild og skrýtin deild að því leyti að það eru allir að vinna alla og lítið bil á milli efstu tíu til tólf liðanna. Það er meiri hraði hér en á Íslandi en íslensku liðin hafa sýnt það að þau geta staðið í öllum liðum eins og Stjarnan tók Lech Poznan um árið.“ Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2021 og segir hann að enginn sé byrjaður að ræða neitt um framlengingu eða ekki, enda mikil óvissa á þessum tímapunkti. „Það hefur ekkert verið rætt um það og ég efa stórlega að það verður gert á þessum óvissutímum þannig það er eitthvað sem verður að koma í ljós í framtíðinni.“ Á dögunum tilkynnti Jagiellonia á vef sínum að Böðvar hafi verið valinn í A-landsliðshóp karla fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM. Þetta hefði verið fyrsti alvöru A-landsleikur Böðvars en hann hefur tekið þátt í janúarverkefnum landsliðsins. Leiknum gegn Rúmeníu var frestað en Böðvar segir að það hafi verið smá misskilningur hjá félaginu varðandi valið. Bodvar Bodvarsson zosta powo any do szerokiej kadry reprezentacji Islandii na zgrupowanie przed meczami eliminacji Mistrzostw Europy 2020 w ramach fazy play-off (23-31 marca).Boddi, gratulujemy i yczymy powodzenia! https://t.co/AmyEnAbQvs pic.twitter.com/0KVG416zcI— Jagiellonia (@Jagiellonia1920) March 10, 2020 „Jagiellonia misskildi þetta aðeins. Þetta var bara forhópur fyrir leikina og ég hef stundum verið í þessum forhóp. Ég vissi það að ég var ekki 100% valinn fyrr en ég fengið símtalið frá þjálfurunum, sérstaklega í ljósi þeirra meiðsla sem ég hef verið að berjast við. Það er þó vissulega heiður að vera einn af þeim leikmönnum sem komu til greina í þessa gífurlega mikilvægu leiki,“ sagði Böðvar áður en hann hélt áfram að hjóla. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið athyglisverðar svo ekki sé meira sagt fyrir vinstri bakvörðinn Böðvar Böðvarsson. Böðvar er á mála hjá Jagiellonia Białystok í pólsku úrvalsdeildinni. Pólska deildin er nú eins og flest allar deildir heims komnar í hlé vegna kórónuveirunnar og í Póllandi ríkir samkomubann. Ekki má vera úti að óþörfu og Böðvar segir að þetta taki á. „Maður er í rauninni bara heima hjá sér. Við fáum leyfi til að fara í búðina og út að hlaupa en þar sem ég hef verið meiddur síðustu vikur þá hef ég lítið verið að hlaupa heldur mest megnis að hjóla,“ sagði Böðvar er Vísir sló á þráðinn til Póllands um helgina. „Ég hef verið á einhverju „spinning“ hjóli sem félagið lét mig hafa og taka einhverjar æfingar sem styrktarþjálfarinn sendi mér. Þannig það er ljóst að við komum til baka í ágætu standi.“ Böðvar geysist upp kantinn í leik með Jagiellonia gegn Lechia Gdansk.vísir/getty FH-ingurinn veit enn ekki hvað verður um deildina en hann segir að frestun EM geri það að verkum að deildin geti mögulega klárast, þó hún muni eitthvað lifa inn í sumarið. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað muni gerast. Stefnan er að byrja deildina í lok apríl. Það er þó ekki staðfest og við fáum skiljanlega ekki að fara úr landi þar sem óvissan er mikil og Pólverjarnir búnir að loka landamærunum.“ Hann segir að leikmenn félagsins hafi ekki verið beðnir um að taka á sig launalækkun eins og umræðan hefur verið í mörgum löndum en segir að það muni koma betur í ljós á næstu dögum hvað verður. Hann vonast þó til þess að deildin verði kláruð. „Ég hef einnig litla sem enga þolinmæði í að fara í tveggja vikna sóttkví á Íslandi og síðan aftur í Póllandi en þar sem EM var frstað ætti að gefast rými til þess að klára þessa deild. Sem betur fer er það þó ekki ég sem tek þessar ákvarðanir,“ sagði Böðvar léttur. #JAGARK Jagiellonia - Arka Gdynia 2:0 Klimala 66, Bodvarsson 83 https://t.co/dNKYcMtDn5 Siódme zwyci stwo nad Ark w siódmym meczu u siebie pic.twitter.com/QsJUVgG8ti— Jonatan (@JagaBKS) November 25, 2019 Eftir að hafa brotið sér leið inn í byrjunarliðið og annar vinstri bakvörðurinn seldur til Konyaspor í Tyrklandi hefur hann verið að berjast við erfið meiðsli sem hefur haldið honum frá vellinum síðustu vikur. „Ég er búinn að vera berjast við meiðsli allt undirbúningstímabilið. Við vorum búnir að æfa í fjóra eða fimm daga þegar hægra hnéð á mér fer að angra mig. Eftir þau meiðsli byrjaði ég of fljótt og vinstri hásinin á mér fór alveg með mig.“ „Ég tók þessi meiðsli með mér inn í mótið og ég var bara kominn á þann stað að ég gat ekki haldið áfram og hef ekki verið með í síðustu þremur leikjum sem voru spilaðir. Nú hefur maður þó tíma til þess að jafna sig.“ Hann kann þó vel við sig í Póllandi og segir að þetta sé flott deild þar sem ekki er mikill munur á milli liðanna í deildinni en Jagiellonia er í 7. sæti deildarinnar með 37 stig. Þeir eru þó einungis sex stigum frá öðru sætinu. Liðið endaði í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Böðvar og félagar fagna sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð.vísir/getty „Ég kann mjög vel við mig hérna. Þetta er mjög líkamlega sterk deild og skrýtin deild að því leyti að það eru allir að vinna alla og lítið bil á milli efstu tíu til tólf liðanna. Það er meiri hraði hér en á Íslandi en íslensku liðin hafa sýnt það að þau geta staðið í öllum liðum eins og Stjarnan tók Lech Poznan um árið.“ Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2021 og segir hann að enginn sé byrjaður að ræða neitt um framlengingu eða ekki, enda mikil óvissa á þessum tímapunkti. „Það hefur ekkert verið rætt um það og ég efa stórlega að það verður gert á þessum óvissutímum þannig það er eitthvað sem verður að koma í ljós í framtíðinni.“ Á dögunum tilkynnti Jagiellonia á vef sínum að Böðvar hafi verið valinn í A-landsliðshóp karla fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM. Þetta hefði verið fyrsti alvöru A-landsleikur Böðvars en hann hefur tekið þátt í janúarverkefnum landsliðsins. Leiknum gegn Rúmeníu var frestað en Böðvar segir að það hafi verið smá misskilningur hjá félaginu varðandi valið. Bodvar Bodvarsson zosta powo any do szerokiej kadry reprezentacji Islandii na zgrupowanie przed meczami eliminacji Mistrzostw Europy 2020 w ramach fazy play-off (23-31 marca).Boddi, gratulujemy i yczymy powodzenia! https://t.co/AmyEnAbQvs pic.twitter.com/0KVG416zcI— Jagiellonia (@Jagiellonia1920) March 10, 2020 „Jagiellonia misskildi þetta aðeins. Þetta var bara forhópur fyrir leikina og ég hef stundum verið í þessum forhóp. Ég vissi það að ég var ekki 100% valinn fyrr en ég fengið símtalið frá þjálfurunum, sérstaklega í ljósi þeirra meiðsla sem ég hef verið að berjast við. Það er þó vissulega heiður að vera einn af þeim leikmönnum sem komu til greina í þessa gífurlega mikilvægu leiki,“ sagði Böðvar áður en hann hélt áfram að hjóla.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira