Íslenskt ferðasumar Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2020 08:00 Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun