Afríka í hættu Ragnar Schram skrifar 26. mars 2020 07:30 COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar