Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 23:14 Benny Gantz. AP/Sebastian Scheiner Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“ Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“
Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29