Framkvæmdastjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 18:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. vísir/bára Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020 Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira