Þjálfari og liðsfélagar „dissuðu“ ákvörðun Ástu um að fara heim Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 23:00 Ásta Júlía Grímsdóttir ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira