Söfnuðu á augabragði fyrir fjörutíu spjaldtölvum fyrir sjúklinga á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 17:06 Söfnunin gengur mjög vel. Þegar hefur verið safnað fyrir rúmlega fjörutíu spjaldtölvum en ljóst er að þær verða umtalsvert fleiri auk heyrnartóla. Vísir/Vilhelm Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira