Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 16:11 Heilbrigðisyfirvöld vilja spara hlífðarbúnað eins og grímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir og umgengst COVID-sýkta einstaklinga. Þau telja vafasamt hvort almenn notkun á grímum hjálpi til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira
Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51
Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40