Heilbrigð skref Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. apríl 2020 08:00 Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar