Snúum bökum saman Jin Zhijian skrifar 23. apríl 2020 11:30 Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar