Snúum bökum saman Jin Zhijian skrifar 23. apríl 2020 11:30 Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun