Af hverju? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 2. apríl 2020 08:00 Ráðherrar hafa ítrekað sagt að þeir vilji frekar gera meira en minna í þessu ástandi. Þeir hafa einnig sagt að nú skiptir máli að við stöndum saman og vinnum saman. Þrátt fyrir þetta gerðust ótrúlegir hlutir á Alþingi fyrr í vikunni því þá gekk þingheimur til atkvæða um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónu-faraldursins. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni, sem þó 47% af þjóðinni kaus í síðustu alþingiskosningum. Sjö spurningar Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu vegna umönnunar Covid-smitaðra sjúklinga? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukinn stuðning við fjölskyldur langveikra barna sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn eingreiðslu til eldri borgara eins og öryrkjar fá? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukna fjármuni til nýsköpunar, listafólks og íþróttastarfs en sú starfsemi er lömuð vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um frekari flýtingu mannaflsfrekra framkvæmda. s.s. við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Akureyrarflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um aukið fé til fatlaðs fólks, fólks á leigumarkaði og SÁÁ en tekjur þeirra hafa hrunið vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn lækkun tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og gegn auknu fé til hjúkrunarrýma? Samstarf aðeins í aðra átt? Þetta er allt tillögur sem auðvelt hefði verið að samþykkja og hefðu ekki sett neitt á hliðina. Þvert á móti eru þetta tillögur sem eru bráðnauðsynlegar núna, ekki síst í ljósi þess að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er allt að helmingi lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Af hverju er ekki gert meira núna fyrst stjórnarliðar tala um að gera meira? Núna í skugga heimsfaraldurs hefðu ríkistjórnarflokkarnir getað risið upp úr pólitískum skotgröfum og samþykkt einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar. Við samþykktum allar þeirra tillögur, stórar og smáar. Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt. Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar sýni samstöðu á þessum tímum. Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar hafa ítrekað sagt að þeir vilji frekar gera meira en minna í þessu ástandi. Þeir hafa einnig sagt að nú skiptir máli að við stöndum saman og vinnum saman. Þrátt fyrir þetta gerðust ótrúlegir hlutir á Alþingi fyrr í vikunni því þá gekk þingheimur til atkvæða um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónu-faraldursins. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni, sem þó 47% af þjóðinni kaus í síðustu alþingiskosningum. Sjö spurningar Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu vegna umönnunar Covid-smitaðra sjúklinga? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukinn stuðning við fjölskyldur langveikra barna sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn eingreiðslu til eldri borgara eins og öryrkjar fá? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukna fjármuni til nýsköpunar, listafólks og íþróttastarfs en sú starfsemi er lömuð vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um frekari flýtingu mannaflsfrekra framkvæmda. s.s. við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Akureyrarflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um aukið fé til fatlaðs fólks, fólks á leigumarkaði og SÁÁ en tekjur þeirra hafa hrunið vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn lækkun tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og gegn auknu fé til hjúkrunarrýma? Samstarf aðeins í aðra átt? Þetta er allt tillögur sem auðvelt hefði verið að samþykkja og hefðu ekki sett neitt á hliðina. Þvert á móti eru þetta tillögur sem eru bráðnauðsynlegar núna, ekki síst í ljósi þess að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er allt að helmingi lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Af hverju er ekki gert meira núna fyrst stjórnarliðar tala um að gera meira? Núna í skugga heimsfaraldurs hefðu ríkistjórnarflokkarnir getað risið upp úr pólitískum skotgröfum og samþykkt einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar. Við samþykktum allar þeirra tillögur, stórar og smáar. Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt. Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar sýni samstöðu á þessum tímum. Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar