Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 09:47 Kínversk stjórnvöld vilja ekki að uppruni kórónuveirunnar sé rannsakaður. Hér sést Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína. LI XUEREN/EPA Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu. Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu.
Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira