Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. apríl 2020 14:00 Lítið hefur verið að gera hjá ökukennurum frá því að samkomubann var sett á. Það gæti hins vegar snúist við þegar samkomubanni verður aflétt. Vísir/Jóhann K. Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin. Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin.
Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira