Græn hugverk eru auðlind Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2020 09:00 Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Höfundaréttur Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun