…….ár og aldir líða……… Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 10:00 Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. Þá var ólíkt því sem nú er nýlokið heimsstyrjöld sem leikið hafði margar þjóðir grátt. Heimurinn stóð þá í raun frammi fyrir rústabjörgun og uppbyggingu ekki ólíkt og hann gerir aftur en nú af allt öðrum orsökum og með kröfu um annarskonar enduruppbyggingu af efnahagslegum toga. Við Íslendingar verðum þátttakendur í þessari uppbyggingu og þurfum því að gaumgæfa hvar helstu tækifærin liggja. Ef nýfengin samstaða á Alþingi endist okkur áfram eru okkur allir vegir færir einkum ef ríkisstjórnin hlustar eftir góðum tillögum hvaðan sem þær koma og hefur sjálfstraust til að taka undir þær. Tækifærin eru ærin og í raun meiri en víðast annarsstaðar af ýmsum orsökum. Víð Íslendingar erum mjög fljótir að bregðast við breyttum aðstæðum og búum yfir miklum sveigjanleika. Við þurfum að koma í veg fyrir að flókið regluverk og að einstaka embættismenn sem taka sig og völd sín of alvarlega tefji nauðsynlega uppbyggingu. Við þurfum einnig að tryggja nauðsynlega fjármögnun sem gæti orðið verulega umfangsmikil ..Stórfé það dugar ei minna!“ eins og skáldið sagði. Mig langar að byrja á að ræða nokkuð möguleika í matvælaframleiðslu en þar eru að mínum dómi og margra fleiri nær óendanlegir möguleikar ef menn vanda sig og vinna markvisst. Matvælaframleiðsla stuðlar einnig að því að halda landinu öllu í byggð og fellur þannig undir stefnumið Miðflokksins ,,Ísland allt.“ Mörgum hefur nú loks orðið ljós merking orðsins matvælaöryggi sem haft hefur verið í flimtingum af sumum aðilum undanfarin ár. Matvælaöryggi okkar verður öllum ljóst við núverandi aðstæður þegar aðfangaleiðir strjálast og við þurfum að treysta á okkur sjálf auk þess sem aukin neysla heimaframleiddrar vöru minnkar kolefnisspor. Með matvælaframleiðslu er átt við fiskafurðir af veiðum og eldi fjölbreyttara en fyrr og meira á landi, hefðbundna landbúnaðarframleiðslu með nokkuð breyttum áherslum og síðast en ekki síst stóriðju í ylrækt þar sem grípa þarf óvænt tækifæri um leið og hugað er að ,,hefðbundnari“ ræktun. Auk þess þarf að horfa til aukinnar útiræktar og korn- og repjuræktar til manneldis. Til þess að efla innlenda matvælaframleiðslu þarf skýr stefnumið af hálfu stjórnvalda. Efla þarf frumkvæði framleiðenda koma á upprunamerkingum og stórefla markaðsstarf ekki síst á heimamarkaði. Fiskveiðar og vinnsla okkar Íslendinga er fyrir löngu búin að sanna sig víða um lönd sem starfsemi í fremstu röð. Þar eigum við Íslendingar ótakmarkaða möguleika, m.a. í aukinni sérvinnslu og með því að hámarka tekjur af aukaafurðum s.s. svilum og roði svo eitthvað sé nefnt. En við eigum líka nær ótakmörkuð tækifæri í landeldi. Við erum þegar stærstu framleiðendur bleikju í heiminum og þurfum að auka það eldi. Þegar eru stór fyrirtæki í greininni klár í aukna uppbyggingu en opinberir leyfisveitendur draga lappirnar. Það er óþolandi. Við horfum einnig á heitt affallsvatn frá virkjunum renna ónýtt til sjávar og kólna mátulega á leiðinni til að setja upp klasa af eldiskerjum með mismunandi tegundum. Nú þegar hefur fyrirtæki í erlendri eigu á Íslandi hafið tilraunaeldi á styrju. Líklega eru ekki nema tvö ár í framleiðslu á alvöru íslenskum kavíar. Það er einnig tilvalið að hefja tilraunaeldi á öðrum verðmiklum afurðum s.s. risahörpuskel og humri sem við getum ekki veitt á hefðbundinn hátt um fyrirsjáanlegan tíma. Á sínum tíma lagðist hér af lúðueldi sem aldrei hefði átt að fara í þrot. Áratuga þekking á því eldi er enn til og því rakið að huga að því að gera kröftuga tilraun til endurreisnar. Þar þarf hið opinbera að koma myndarlega að málum því þörf er á þolinmóðu fjármagni og ítarlegum rannsóknum. Í næstu grein verður fjallað um hefðbundinn landbúnað ylrækt og fleira. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. Þá var ólíkt því sem nú er nýlokið heimsstyrjöld sem leikið hafði margar þjóðir grátt. Heimurinn stóð þá í raun frammi fyrir rústabjörgun og uppbyggingu ekki ólíkt og hann gerir aftur en nú af allt öðrum orsökum og með kröfu um annarskonar enduruppbyggingu af efnahagslegum toga. Við Íslendingar verðum þátttakendur í þessari uppbyggingu og þurfum því að gaumgæfa hvar helstu tækifærin liggja. Ef nýfengin samstaða á Alþingi endist okkur áfram eru okkur allir vegir færir einkum ef ríkisstjórnin hlustar eftir góðum tillögum hvaðan sem þær koma og hefur sjálfstraust til að taka undir þær. Tækifærin eru ærin og í raun meiri en víðast annarsstaðar af ýmsum orsökum. Víð Íslendingar erum mjög fljótir að bregðast við breyttum aðstæðum og búum yfir miklum sveigjanleika. Við þurfum að koma í veg fyrir að flókið regluverk og að einstaka embættismenn sem taka sig og völd sín of alvarlega tefji nauðsynlega uppbyggingu. Við þurfum einnig að tryggja nauðsynlega fjármögnun sem gæti orðið verulega umfangsmikil ..Stórfé það dugar ei minna!“ eins og skáldið sagði. Mig langar að byrja á að ræða nokkuð möguleika í matvælaframleiðslu en þar eru að mínum dómi og margra fleiri nær óendanlegir möguleikar ef menn vanda sig og vinna markvisst. Matvælaframleiðsla stuðlar einnig að því að halda landinu öllu í byggð og fellur þannig undir stefnumið Miðflokksins ,,Ísland allt.“ Mörgum hefur nú loks orðið ljós merking orðsins matvælaöryggi sem haft hefur verið í flimtingum af sumum aðilum undanfarin ár. Matvælaöryggi okkar verður öllum ljóst við núverandi aðstæður þegar aðfangaleiðir strjálast og við þurfum að treysta á okkur sjálf auk þess sem aukin neysla heimaframleiddrar vöru minnkar kolefnisspor. Með matvælaframleiðslu er átt við fiskafurðir af veiðum og eldi fjölbreyttara en fyrr og meira á landi, hefðbundna landbúnaðarframleiðslu með nokkuð breyttum áherslum og síðast en ekki síst stóriðju í ylrækt þar sem grípa þarf óvænt tækifæri um leið og hugað er að ,,hefðbundnari“ ræktun. Auk þess þarf að horfa til aukinnar útiræktar og korn- og repjuræktar til manneldis. Til þess að efla innlenda matvælaframleiðslu þarf skýr stefnumið af hálfu stjórnvalda. Efla þarf frumkvæði framleiðenda koma á upprunamerkingum og stórefla markaðsstarf ekki síst á heimamarkaði. Fiskveiðar og vinnsla okkar Íslendinga er fyrir löngu búin að sanna sig víða um lönd sem starfsemi í fremstu röð. Þar eigum við Íslendingar ótakmarkaða möguleika, m.a. í aukinni sérvinnslu og með því að hámarka tekjur af aukaafurðum s.s. svilum og roði svo eitthvað sé nefnt. En við eigum líka nær ótakmörkuð tækifæri í landeldi. Við erum þegar stærstu framleiðendur bleikju í heiminum og þurfum að auka það eldi. Þegar eru stór fyrirtæki í greininni klár í aukna uppbyggingu en opinberir leyfisveitendur draga lappirnar. Það er óþolandi. Við horfum einnig á heitt affallsvatn frá virkjunum renna ónýtt til sjávar og kólna mátulega á leiðinni til að setja upp klasa af eldiskerjum með mismunandi tegundum. Nú þegar hefur fyrirtæki í erlendri eigu á Íslandi hafið tilraunaeldi á styrju. Líklega eru ekki nema tvö ár í framleiðslu á alvöru íslenskum kavíar. Það er einnig tilvalið að hefja tilraunaeldi á öðrum verðmiklum afurðum s.s. risahörpuskel og humri sem við getum ekki veitt á hefðbundinn hátt um fyrirsjáanlegan tíma. Á sínum tíma lagðist hér af lúðueldi sem aldrei hefði átt að fara í þrot. Áratuga þekking á því eldi er enn til og því rakið að huga að því að gera kröftuga tilraun til endurreisnar. Þar þarf hið opinbera að koma myndarlega að málum því þörf er á þolinmóðu fjármagni og ítarlegum rannsóknum. Í næstu grein verður fjallað um hefðbundinn landbúnað ylrækt og fleira. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun