Danir enn í vafa varðandi EM-leikina Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:30 Danir voru sigurreifir eftir að hafa tryggt sér sæti á EM og þá stóð til að þeir yrðu á heimavelli í keppninni. Nú er það ekki eins víst. VÍSIR/GETTY Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2. EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira
Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira
Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00